25. nóvember. 2020

A.Wendel ehf er í landsliðinu í rekstri árið 2020

Í haust fékk A.Wendel ehf viðurkenningu Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki árið 2020 og er því  á meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2020

Einnig fékk A.Wendel ehf viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020 og er þar með í hópi 2,8% fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Til þess að teljast Framúrskarandi og Fyrirmyndar fyrirtæki þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur og skilyrði en þessar viðurkenningar gefa vísbendingar um að fyrirtækin sem ná því séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.

Við erum virkilega stolt af þessum viðurkenningum og er þetta fjórða árið í röð sem við náum þessum árangri en markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur þar að baki. 

Hér má sjá frétt um málið frá því í fyrra.

 

Myndasafn