Saltdreifarar og pækildreifarar Epoke TP

TP serían af dreifurum frá Epoke eru beislistengdir saltdreifarar, sanddreifarar og pækildreifarar.

Saltdreifarar TP frá Epoke með lægri rekstrarkostnað

Epoke TP saltdreifarar og pækildreifarar eru ætlaðir fyrir dráttarvélar. Þeir eru einfaldir og auðveldir í allri notkun og viðhaldi sem lengir endingatíma þeirra og lækkar rekstrarkostnað.

Saltdreifarar TP dreifa möl, sandi, salti og pækli

Þessir dreifarar eru notaðir til að dreifa möl, sandi, salti og pækli með vals, dreifidisk eða úðagreiðu. Þeir geta sáldrað efninu beint niður eða með því að nota dreifidisk.

Mikilvægt að saltdreifari tryggi jafna dreifingu efnis

TP saltdreifari og pækildreifari er tilvalinn til notkunar fyrir minni vegi, reiðhjólastíga og bílastæði en þessi saltdreifari tryggir að efnið dreifist jafnt yfir svæðið sem er mikilvægt.

Saltdreifarar TP með dreifibreidd frá 1,5 m upp í 6 metra

TP saltdreifarar eru fáanlegir í nokkrum útgáfum: TP1,5, TP3, TP3 Combi og TP9. Dreifibreidd þessara saltdreifara fer eftir útgáfum en þeir dreifa efni allt frá 1,5 m breidd upp í 6 m breidd.

Saltdreifari TP með einfalda og notendavæna fjarstýringu

TP saltdreifari notar notendavæna fjarstýringu, EpoMiniX1 eða EpoBasic en valkvætt að kaupa gagnasöfnunarbúnað. Með sumum dreifurum er hægt að fá GPS búnað EpoSat og flóknari fjarstýringu EpoMasterX1.

Saltdreifarar sem eru vel varðir gegn tæringu

Þurrefnistankarnir eru sandblásnir að utan og húðaðir með Zinki að innan með tvöfaldri húðun og því vel varðir gegn tæringu. Vökvatankar eru úr PVC sem þolir vel saltpækil og önnur sambærileg efni.

Saltdreifara TP er hægt að stækka

Saltdreifarar TP eru með þurrefnistanka sem hægt er að fá stækkun á. Efnistankarnir eru allt frá 200 lítrum upp í 1.500 lítra með stækkun.

 

Tæknilegar upplýsingar
TP saltdreifarar TP 1,5 TP 3 TP 9 TP 3 combi
Þurrefnistankur 200 l 300 l 900 l 300 l
Stækkun á tanki 100 l 100/200/300 l 300/600l 100/200/300 l
Heildar breidd 1100 mm 1300 mm 2100 mm 1300 mm
Dreifibreidd dreifidisks 1500–4000 mm 1500–6000 mm 1500–6000 mm 1500–6000 mm
Dreifibreidd vals 800 mm 1200 mm 1800 mm 1200 mm
Þyngd 180 kg 315 kg 435 kg 430 kg
Vökvatankur - -        500 l 300 l

 

Saltdreifarar og pækildreifarar Epoke TP

EPOKE

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur