Hefill fyrir hjólaskóflu

Hefill fyrir hjólaskóflu PlanMatic, sem ætlaður er til að slétta undirlag fyrir t.d. bílaplön, íþróttavelli, iðnaðarsvæði, verksmiðjugólf ofl.

Hefillinn getur einnig verið festur á dráttarvél, skotbómu eða Bobcat.

Þessi hefill PlanMatic getur jafnað jarðveg með því að fara aftur á bak og áfram. Hefillinn getur jafnað hvort heldur sem er gróft undirlag eða fíngert. Hefillinn er fyrirferðarlítiill og því er hægt að nota hann við þröngar aðstæður á byggingarsvæðum og jafnvel innandyra.

Hefillinn notar leiser geisla til að jafna undirlag í rétta hæð. Leica móttakari og Leica ultrasonic skynjarar koma sem staðalbúnaður en einnig er kerfið samhæft við aðra íhluti frá helstu framleiðendum.

PlanMatic hefill er fáanlegur í tveim breiddum en hægt er að stækka vinnusviðið um allt að 1,2 m með því að nota hliðarflipa og framlengingar sem eru fáanlegar sem aukabúnaður.

Hefillinn er með einn stýripinna og með stóran skjá sem sýnir viðeigandi upplýsingar.

Hefill PlanMatic er frábær viðbót við vöruframboð til hellulagna og stígagerðar.

 

Tæknilegar upplýsingar

Hefill PM 1,4 - Breidd 1,40 m (4,6 fet)

Vinnusvið – 1,40 til 2,00 m (4,6 - 6,6 fet)

Vinnusvið – 1,70 til 2,30 m (5,6 - 7,5 fet) (með tveimur framlengingum upp á 0,15 m (0,5 fet))

Vinnusvið – 2,00 til 2,60 m (6,6 - 8,5 fet) (með tveimur framlengingum upp á 0,30 m (1,0 fet.))

 

Hefill PM 2,0 - Breidd 2,00 m (6,60 fet)

Vinnusvið – 2,00 til 2,60 m (6,6 - 8,5 fet)

Vinnusvið – 2,30 til 2,90 m (7,5 - 9,5 fet) (með tveimur 0,15 m (0,5 fet) framlengingum)

Vinnusvið – 2,60 til 3,20 m (8,5 - 10,5 fet) (með tveimur 0,30 m (1,0 fet) framlengingum)

 

Hefill fyrir hjólaskóflu

Upplýsingar framleiðanda

Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur