6. apríl. 2020

Sótthreinsibúnaður á tímum Covid19

Við erum virkilega stolt af samstarfsaðila okkar Hilltip þar sem þeir hafa verið að senda Hilltip vökvadreifara víða um heim m.a. til Kína, Bandaríkjanna og Evrópu þar sem þeir eru notaðir til sótthreinsunar vegna Covid19.

Það er mjög auðvelt er að setja dreifarana á hvaða pallbíl sem er og því einfalt að komast um þar sem sótthreinsunar er þörf. Þegar erfitt er að ná til ákveðinna svæða er notaður þar til gerður handúðari.

Auk þess að nota rétt og góð sótthreinsunarefni skiptir miklu máli að dreifa því rétt. Vel hannaðir spíssarnir á úðunargreiðunni framleiða litla dropa sem eru minna en 140 míkron. Úðinn nær því að þekja allt yfirborðið sem sótthreinsað er og dugar jafnframt fyrir stærra svæði.

Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464.

 

Hér er hægt að skoða myndband

Hér er hægt að skoða nánari upplýsingar um vöruna.

 

Myndasafn