11. maí. 2022

Malbikshitakassi á sérsmíðaðan vagn

Fyrir stuttu var malbikshitakassi frá Oletto settur á sérsmíðaðan vagn frá Víkurvögnum. Þessi malbikshitakassi er af gerðinni Oletto AF17 og tekur 800 lítra eða 1,7 tonn af malbiki og mikilvægt er að hafa góðan vagn fyrir þessa malbikshitakassa.

Á meðfylgjandi myndum sést hvernig malbikshitakassi hefur verið settur á vagninn.

Sérstakar festingar eru á vagninum fyrir malbikshitakassann auk þess sem útbúinn var skóflurampur aftan á vagninn sem hægt er að nota ef ekki er ætlunin að nota rennuna sem fylgir malbikshitakassanum. Enn fremur var sett plata með ökuljósum og númeraplötu aftan á malbikshitakassann.

Við erum afar ánægð með hvernig til tókst og vonum að vagninn og malbikshitakassi komi að góðum notum við malbiksviðgerðir í framtíðinni.

 

Myndasafn