Saltdreifari á undirvagni IceStriker 550 frá Hilltip

Saltdreifari og sanddreifari IceStriker 550 frá Hilltip er 550 lítra dreifari sem nú er fáanlegur sem  dreginn saltdreifari annað hvort á undirvagni eða kerru.

Saltdreifari 550 á undirvagni eykur getu og sveigjanleika við hálkuvarnir þar sem hægt er að nota hvaða pallbíl, jeppa eða bíl sem er til að draga dreifarann.  

Undirvagninn á þessum saltdreifara er heitgalvaníseraður og duftlakkaður sem tryggir bestu ryðvörnina á markaðnum.

Saltdreifari og sanddreifari 550 er með öflugum efnisskömmtunarbúnaði sem samanstendur af rústfríum snigli og snigil húsi sem ræður hvort sem er við salt, sand, áburð eða smærri möl. Dreifidiskur er úr rústfríu stáli.

Hilltip IceStriker 550 er saltdreifari með innbyggðum pækiltönkum, fullkomnum stjórnbúnaði, innbyggðum hristara til að losa um efni og yfirbreiðslubúnaði með innbyggðum slám.

Aukabúnaður fyrir IceStrike 550 saltdreifara og sanddreifara:

  • Pækilskömmtunarbúnaður fyrir dreifidisk
  • Pækilskömmtunarbúnaður og úðagreiða
  • Vinnuljós
  • Blikkljós
  • Festing með ljósum fyrir númeraplötu
  • Búnaður fyrir aukið pækilmagn
  • Handsprautubúnaður með 12 metra slöngu

Hilltip sanddreifarar og saltdreifarar eru með stjórnborði á íslensku.

Stjórnborð saltdreifarans gerir kleift að sérsníða dreifingaráætlun í samræmi við aðstæður hverju sinni. Sjálfvirk GPS hraðastýring stillir magn efnis sem á að dreifa (g/m² eða ml/m²) í samræmi við hraða ökutækis en handvirk stilling gerir kleift að setja inn ákveðinn skrúfuhraða.

Stjórnborðið safnar og vistar nauðsynleg gögn svo hægt sé að útbúa skýrslur um saltdreifingu. Auðvelt er að stjórna aðgerðum frá ökumannssæti svo sem eins og titringi og ljósum.

Hægt er að fá saltdreifara 550 frá Hilltip til að setja beint á pallbíla eða minni vörubíla.

 

Tæknilegar upplýsingar
Saltdreifari á undirvagni Hilltip 550
Tegund undirvagns Einn eða tvöfaldur öxull með bremsum
Heildar lengd undirvagns 2550/4500 mm
Heildar breidd 1700 mm
Hæð 1650 mm
Heildar þyngd hlaðinn 750 kg/ 2700 kg

 

Saltdreifari á undirvagni IceStriker 550 frá Hilltip

HILLTIP

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur