Ryksuga Husqvarna HTC D60

Ryksuga HTC D60 er öflug og stór iðnaðarryksuga frá Husqvarna, áður frá HTC. Þessi ryksuga er sérhönnuð iðnaðarryksuga fyrir rykhreinsun við gólfslípun með fjarstýrðum afkastamiklum gólfslípivélum með Duratiq tækni.

Ryksugun er mikilvægur þáttur við slípun gólfa, bæði frá heilsufars sjónarmiðum og einnig til að fyrirbyggja að umhverfið verði allt undirlagt í ryki.

Ryksuga HTC D60 er iðnaðarryksuga með stóran LCD skjá sem veitir mikilvægar upplýsingar um loftflæði, þrýsting og stöðu á síu, svo hægt sé ná sem mestu af ryki.

Ryksugur HTC D60 eru iðnaðarryksugur með fáanlegum aukabúnaði sem er sjálfvirkur hreinsibúnaður til að hreinsa síur.

Ryksuga HTC D60 er með stillanlega hæð í fjórum stöðum þ.e. tvær vinnustöður og tvær flutningsstöður.

Þú getur einbeitt þér að gólfslípuninni og að lokum sparað tíma og peninga með því að tengja gólfslípivél með Duratiq tækni (t.d. HTC6) við ryksugu HTC D60 til að hefja og stöðva notkun, þrífa síuna og fá aðrar mikilvægar upplýsingar í gegnum skjá eða fjarstýringu.

Longopac® pokakerfið tryggir einföld og ryklaus pokaskipti.

Hægt er að tengja iðnaðarryksugur Husqvarna við gólfslípivélar frá HTC og frá Husqvarna

 

Tæknilegar upplýsingar
Ryksuga HTC D60
Þyngd 179 kg
Mótor 5,5 kW
Síuflötur - forsía 4,0 m²
Síuflötur - HEPA sía 6,0 m²
Afl 3 × 230 V
3 × 400 V
3 × 480 V
Hámarks loftflæði 620 m³/h
Hentar fyrir gólfslípivélar Gólfslípivél PG680RC
Gólfslípivél PG690
Gólfslípivél HTC6
Pokar Longopac slöngupokar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um ryksugur og iðnaðarryksugur frá Husqvarna.

 

Ryksuga Husqvarna HTC D60

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur