Malbiksvaltari ARX40-2 frá Ammann 4.200 kg

ARX 40-2 malbiksvaltarinn er 4.200 kg að þyngd. 

Ammann ARX 40-2 malbiksvaltari er með 1.300 mm breiðar tromlur (51,2 tommur)  og er fær um að vinna nálægt hindrunum svo sem eins og kantsteinum.

ARX 40-2 malbiksvaltari er með vél af gerðinni Kubota D1803-CR-Tsem uppfyllir útblástursstaðla fyrir Evrópu,  ESB Stage V og Tier 4 Final.

Valtari ARX 40-2 er með mælaborð með skýrum skjá með leiðandi stýringu  og nýtt LED ljósakerfi auk þess sem hann hefur verið endurhannaður að framan og aftan. Minni hljóðstyrkur og nýtt ljósakerfi bætir öryggi bæði fyrir stjórnanda valtarans og vinnuumhverfið.  Valtarinn er með rúmgóðan stjórnpall með þægilegu ökumannssæti.

Malbiksvaltari ARX 40-2 hefur háþróaða akstursstýringu fyrir mýkri ræsingu og stöðvun þegar valtarinn er í gangi. Fullkomin yfirsýn er frá valtaranum allan hringinn sem hámarkar öryggi á vinnustaðnum.

Hægt er að fá malbiksvaltara ARX 40-2 í Combi útfærslu þ.e. með gúmmíhjólum að aftan sem veita betra grip, sjá ARX 40-2C.

 

Tæknilegar upplýsingar
Malbiksvaltari ARX 40-2 Upplýsingar
Lengd valtara 2915 mm
Hæð valtara 2840 mm
Breidd valtara 1385 mm
Breidd tromlu 1300 mm
Þvermál tromlu 850 mm
Þyngd 4.200 kg
Ferða hraði 10 km/klst
Vél Kubota D1803-CR-T
Mengunarstaðlar EU Stage V / U.S. EPA Tier 4 Final
Tíðni I 41 Hz
Tíðni II 55 Hz
Eldsneytistankur 57 lítrar
Vatnstankur 340 lítrar

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um malbiksvaltara.

 

Malbiksvaltari ARX40-2 frá Ammann 4.200 kg

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur