Loftmælar fyrir steinsteypu

Loftmælar fyrir steinsteypu eru rannsóknartæki sem notuð eru til að ákvarða hlutfall lofts sem er í ferskri steinsteypu eða steypublöndu.

Hægt er að fá nokkrar mismunandi tegundir af loftmælum fyrir steinsteypu.

Loftmælir fyrir steinsteypu 7 lítrar eða  Air entrainment meter, pressure gauge type, 7 litres. Þessi loftmælir samanstendur af sívalnings löguðu íláti úr áli með loftþéttu loki sem inniheldur loftdælu. Þetta er léttur, nettur og endingargóður loftmælir sem gerir kleift að prófa með fáum dæluhöggum.
Rúmtak 7 lítrar, stærð 250mm x 500mm og þyngd 10 kg.

Loftmælir fyrir steinsteypu með glersúlu eða Air entrainment meter, water column type. Þessi loftmælir er úr steyptu áli. Loftmælirinn sýnir hlutfall lofts sem er í nýblandaðri steinsteypu.  Loftmælirinn kemur með þrýstimælisstöng og handdælu.
Rúmtak 5 lítrar, stærð 250mm x 700mm, þyngd 13 kg.

Loftmælir fyrir steinsteypu handstýrður eða Air entrainment meter, pressure gauge type, hand operated. Þessi loftmælir fyrir steinsteypu samanstendur af álhylki með innbyggðri handstýrðri þrýstidælu sem tengd er við mælinn sem sýnir loftinnihald steypunnar í prósentum. 
Stærð 250mm x 450mm, þyngd 12 kg.

Loftmælir fyrir steinsteypu rafmagnsmælir eða Air entrainment meter, pressure gauge type, electric. Þessi loftmælir er eins og handstýrði loftmælirinn hér fyrir ofan nema hvað þessi mælir er með innbyggðri sjálfvirkri rafmagnsþjöppu sem gefur loftþrýsting og heldur honum stöðugum alla prófunina.
Stærð 250mm x 450mm, þyngd 14 kg.

 

Tæknilegar upplýsingar
Loftmælar fyrir steinsteypu Vörunúmer
Loftmælir fyrir steinsteypu 7 lítrar 91C198
Loftmælir fyrir steinsteypu með glersúlu 91C195
Loftmælir fyrir steinsteypu handstýrður 91C196
Loftmælir fyrir steinsteypu rafmagnsmælir 91C197

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um loftmæla fyrir steinsteypu og önnur rannsóknartæki.

 

Loftmælar fyrir steinsteypu

MATEST

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur