Husqvarna SUPERFLOOR™ gólfslípun

Þegar ætlunin er að gera steinsteypt gólf að fallegu slípuðu eða póleruðu gólfi án gólfefna er ein besta leiðin að nota SUPERFLOOR™ gólfslípunarferlið frá Husqvarna.

Husqvarna Superfloor™ snýst um að betrumbæta það sem þegar er endingargott í stað þess að bæta veikara lagi ofan á gólfið. Steinsteypan er slípuð skref fyrir skref samkvæmt vel skilgreindu ferli til að ná tilætluðum eiginleikum Superfloor™.  Notaðar eru hágæða gólfslípivélar, iðnaðarryksugur, verkfæri og önnur efni frá Husqvarna auk mælitækja sem mæla gljástig og viðnám (Ra, DOI og GU).

Áður en hægt er að hefjast handa við að slípa steingólf þar að byrja á því að fjarlægja gólfefni ef parket, gólfdúkur eða önnur gólfefni eru til staðar á gólfinu og því næst að undirbúa gólfið fyrir superfloor gólfslípun.

Af hverju að velja Superfloor?

  • Mjög sterkbyggð og endingargóð gólf
  • Lítill viðhaldskostnaður og auðvelt í viðhaldi
  • Hægt að vinna eldri gólf sem og ný
  • Umhverfisvænt

Þegar gólf eru steypt sest sterkasta efnið undir yfirborðið eða neðst í gólfið. Þegar gólfið er svo slípað skref fyrir skerf og efsta lagið er slípað burt kemur smátt og smátt fram níðsterkt gólf með fallegri áferð og gjláa.

Superfloor ferlið skiptist í fjögur mismunandi kerfi þ.e. Satín, Gull, Silfur eða Platínu þar sem hvert og eitt þessara kerfa hefur sína eigin áferð, útlit og gjláa.  Valið er það kerfi sem hentar því útliti og áferð sem þú vilt ná fram hverju sinni.   

 SATÍN er áferð fyrir gólf sem eru innandyra svo sem í verslunum og almennings rýmum með miðlungs grófleika og miðlungs gljáa. Útkoman eru falleg gólf sem þola álag en þurfa lítið viðhald. Sjá nánar í þessu skjali um SATÍN.  

 GULL felur í sér að gólfið er ekki slípað eins mikið niður og með Platinum aðferð en hins vegar er gólfið slípað að sama gljástigi. Gull getur því verið góður kostur fyrir steypt gólf sem þegar eru slétt og jöfn. Sjá nánar í þessu skjali um GULL.

 SILFUR er matt afbrigði af Platínum. Þar sem gólfið er slípað jafn djúpt niður og með Platínum verður grófleikinn sá sami og gólfið verður mjög hart. Þetta er góður kostur þegar ekki er þörf á mjög glansandi gólfi. Sjá nánar í þessu skjali um SILFUR.

  PLATÍNU aðferðin er sú besta af því besta. Með margítrekaðri gólfslípun fæst sléttara og jafnara gólf með fallegri áferð, háglans og óviðjafnanlegt slitþol. Platína er vinsælasta áferðin og er frábær kostur fyrir flest gólf og staðsetningar.  Sjá nánar í þessu skjali um PLATÍNU.

 

Tæknilegar upplýsingar

Superfloor - skref fyrir skref

Hér er hægt að nálgast töflu með upplýsingum um hvaða skref þarf að taka í Superfloor ferlinu hvort sem ætlunin er að ná fram  Platínu, Silfur, Gull eða Satín áferð.

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um Superfloor gólfslípun.

 

Husqvarna SUPERFLOOR™ gólfslípun

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur