Gólfslípivél Husqvarna PG540

Gólfslípivél PG540 frá Husqvarna

PG 540 frá Husqvarna eru 5,5 hestafla, 3ja slípidiska, öflugar og fjölhæfar gólfslípivélar og fullkomnar fyrir minni verkefni.

PG450 gólfslípivélar eru hraðastýrðar og henta vel fyrir allar tegundir gólfslípunar svo sem undirvinnu fyrir önnur gólfefni, almenna gólfslípun og póleringar á steinsteypu eða Terrazzo slípun. Slípivélarnar eru með steinslípikerfið HIPERFLOOR ™.

Þessa gólfslípivél er hægt að fá bæði eins fasa og þriggja fasa.

Hönnun þessara slípivéla auðveldar flutning og þær passa í flestar gerðir almennra bifreiða.

Þetta er slípivél sem er auðveld í notkun og allri meðhöndlun með viðbótar þyngingum til að auka þrýsting við gólfslípun.

Til að hámarka áreiðanleika og draga úr viðhaldi er vélin vel varin gegn ryki og bleytu.

Hægt er að tengja þessar gólfslípivélar við iðnaðarryksugur frá Husqvarna og HTC.

 

Tæknilegar upplýsingar
Gólfslípivél PG540 4kW PG540 2,2kW
Þyngd 178 kg 169 kg
Mótorstærð 4 kW 2,2 kW
Þvermál slípidisks 230 mm 230 mm
Fasar 3 1
Fjöldi slípidiska 3 3
Snúningur Báðar áttir Báðar áttir
Ráðlagðar ryksugur HTC D30/Husqvarna S36 HTC D30/Husqvarna S36
Vörunúmer 96967977401 96967977405

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um gólfslípivélar.

 

Gólfslípivél Husqvarna PG540

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur