Glussadrifnir niðurrekstrarhamrar

Glussadrifnir niðurrekstrarhamrar frá Hycon, frábær girðingarverkfæri.

Hycon niðurrekstrarhamar, staurhamar, er mjög auðveldur í notkun og léttir vinnuna við niðurrekstur á ýmsum tegundum staura til muna.

Þessir niðurrekstrarhamrar eru frábærir til að reka niður girðingastaura þegar verið er að setja upp girðingar. Einnig er gott að nota þessa niðurrekstrarhamra til að setja upp vegskilti, við skógrækt, vegrið og alls kyns stálprófíla.

Hægt er nota þennan niðurrekstrarhamar, staurhamar, á dráttarvél og gröfu en þá þarf líklega flæðideili sem hægt er að fá frá sama framleiðanda, sjá hér. 

Þegar reka þarf niður mjög háa staura eða þegar erfitt er að komast að staurunum er hægt að fá fjarstýringu til að nota með niðurrekstrarhamrinum, sjá hér.

Niðurrekstrarhamar er einnig kallaður staurhamar.

 

Tæknilegar upplýsingar
Niðurrekstrarhamar Glussadrifinn
Vökvaflæði að hamri  20-30 lítrar á mínútu
Þrýstingur 100 bar
Hámarks þrýstingur 160 bar
Þyngd 28,2 kg

 

Glussadrifnir niðurrekstrarhamrar

HYCON

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur