Gátskildir Standard Beacon frá Nissen K30.11 og K30.12

Þýskir gátskildir, Standard Beacon, í hæsta gæðaflokki.

Gátskildir frá Nissen í stöðluðum stærðum til að merkja vinnusvæði og vekja athygli á vegaframkvæmdum.

Gátskildir með stærð endurskins 250 x 1.000 mm

Hægt er að fá gátskildi með endurskini á báðum hliðum, hægri eða vinstri vísandi.

Á þessum gátskjöldum er ekkert innra stálrör og er því hægt að endurvinna þá án aðskilnaðar á efni.

Þessir gátskildir eru framleiddir samkvæmt Evrópu staðli.

Auðvelt er að festa Nissen MonoLight LED blikkljós á þessa gátskildi.

Mikilvægt er að nota öryggismerkingar svo sem gátskildi, umferðarkeilur, öryggisljós og öryggisgirðingar við framkvæmdir til að tryggja öryggi vegfaranda og framkvæmdaaðila.

Hér er hægt að skoða fótstykki fyrir þessa gátskildi.

Samkvæmt reglum um vinnusvæðamerkingar - 17. útg. mars 2021 á vef Vegagerðarinnar má sjá reglur um gátskildi og númer þeirra í kafla 4.3.4.

Skv. þessum reglum eru Standard Beacon gátskildirnir númer K30.12 með vísun til hægri  og K30.11 með vísun til vinstri.

 

Tæknilegar upplýsingar
Gátskildir Standard Beacon
Þyngd 2,6 kg
Stærð 1335 x 287 x 60 mm
Efni tengistykkis Plast
Stærð tengist. 60mm x 60mm
Vísun til hægri K30.12
Vísun til vinstri K30.11
Vörunúmer 41 070 236-204

 

Gátskildir Standard Beacon frá Nissen K30.11 og K30.12

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur