Gátskildir samanbrjótanlegir NiColl75 K30.11 K30.12

Gátskildir NiColl75 frá Nissen eru samanbrjótanlegir gátskildir. NiColl75 eru hágæða gátskildir sem framleiddir eru í Þýskalandi.

Gátskildir NiColl75 sem auðvelt er að stafla saman

Gátskildir NiColl75 eru samanbrjótanlegir á löm og fæti og auðvelt er að stafla þeim saman sem auðveldar mjög flutning á milli staða.

Samanbrjótanlegir gátskildir úr hágæða plasti

Þessir gátskildir NiColl75 eru úr hágæða plasti en grunnplatan er úr endurunnu plasti. Þeir eru mjög endingargóðir og auðvelt er að skipta um endurskin og löm.

Vandaðir gátskildir til að tryggja öryggi við framkvæmdir

Mikilvægt er að nota öryggismerkingar svo sem gátskildi, umferðarkeilur, öryggisljós og öryggisgirðingar við framkvæmdir til að tryggja öryggi vegfaranda og framkvæmdaaðila.

Reglur um gátskildi og merkingar við vinnusvæði

Samkvæmt reglum um vinnusvæðamerkingar - 17. útg. mars 2021 á vef Vegagerðarinnar má sjá reglur um gátskildi og númer þeirra í kafla 4.3.4.

Samanbrjótanlegir gátskildir með vísun til hægri og vinstri

Samanbrjótanlegir gátskildir NiColl75 eru skv. reglum Vegagerðarinnar um vinnusvæðamerkingar númer K30.12 með vísun til hægri  og K30.11 með vísun til vinstri.

 

Tæknilegar upplýsingar
Gátskildir Vísun til hægri Vísun til vinstri
Þyngd 13 kg 13 kg
Stærð felliplötu 980 x 202 x 50 mm 980 x 202 x 50 mm
Númer hjá VG K30.12 K30.11
Stærð grunnplötu 800 x 300 x 95 mm 800 x 300 x 95 mm
Vörunúmer 41 071 800-202 41 071 800-201

 

Gátskildir samanbrjótanlegir NiColl75 K30.11 K30.12

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur