Fylliefni GM 3000

Fylliefni GM 3000 frá Husqvarna er einstaklega gott múrefni til að fylla upp í smáar glufur og örlitlar sprungur í steyptu yfirborði.

Fylliefni Husqvarna GM3000 er múrefni í vökvaformi og tilbúð til notkunar. Mjög auðvelt er að dreifa því yfir gólfið og slípa niður í yfirborðið.  Þegar búið er að dreifa fylliefninu á viðkomandi yfirborð og slípun hefst, blandast fylliefnið við slípirykið sem þrýst er í þær holur og sprungur sem fylla þarf uppí og herðist þar.

Þetta fylliefni hentar vel fyrir meðalstóra og stóra fleti.

 Fylliefni Husqvarna GM 3000 kostir:

  • Múrefni sem er auðvelt í notkun og því ákjósanlegt fyrir stóra fleti.
  • Andar, stöðvar UV geisla og mun ekki gulna.
  • Ekki eldfimt né eitrað og lítil lykt.

GM 3000 fylliefni hentar vel á steypt yfirborð, steingólf og Terrazzo. Það hentar einnig á háglans slípuð gólf þar sem æskilegt er að fylla upp í mjög litlar glufur í gólfinu.

Þetta fylliefni hentar vel til notkunar innanhúss.

 

Tæknilegar upplýsingar
Husqvarna fylliefni  GM 3000
Magn 20 lítrar
Öryggisblað Sjá hér
Tæknilegar upplýsingar Sjá hér
Vörunúmer 96581921806

 

Fylliefni GM 3000

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur