Dreifari fyrir vegaxlir – Vegaxladreifari

Dreifari fyrir vegaxlir eða Side-Shoot bucket "Finliner" frá Optimas.

Þessi vegaxladreifari er 1,4 m³ og er frábær dreifari fyrir viðhald og uppbyggingu á vegöxlum.  Vegaxladreifarinn getur dreift ýmsu efni svo sem  möl, sandi og jafnvel malbiki í vegaxlir.

Vegaxladreifari kemur með hjólabúnaði (landhjólum) og með útjöfnunarbretti fyrr vegaxlir.

Dreifarinn er eins konar skúffa sem er tæmd til hliðar um færiband með fullkomnum skammtara þar sem magn efnisins er nákvæmlega mælt.

Hægt er að fylla á dreifarann með annarri hjólaskóflu eða sturta í hann af vörubíl.

Kostir vegaxladreifarans eru margir en nefna má m.a. tímasparnað, efnissparnað, auðveldur í notkun, nákvæmur skammtari og fljót og auðveld uppsetning.

Við mælum með fyrir áhugasama að horfa á eftirfarandi myndbönd sem sýna notkun á þessum sandara fyrir vegaxlir og skurði við mismunandi aðstæður með mismunandi efni: 

Axladreifarinn dreifir efni til hægri en hægt er að fá sérstakan aukabúnað svo hægt sé að dreifa efni til vinstri.

 

Tæknilegar upplýsingar
Vegaxladreifari 1.4 m³
Rúmtak upp að kanti 1, 1 m³
Rúmtak - hrúgað upp 1,4 m³
Fyllingar-breidd 2,6 m
Lengd 2599 mm
Breidd 1190 mm
Hæð 1197 mm
Lengd færibands 2,50 m
Þyngd 1.120 kg
Mynd með málum 1, 4 m³

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um sandara fyrir vegaxlir og skurði.

 

Dreifari fyrir vegaxlir – Vegaxladreifari

OPTIMAS

Upplýsingar framleiðanda

Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur