Jarðvegsþjöppur og jarðvegshoppar

Við eigum jafnan á lager úrval af jarðvegsþjöppum og jarðvegshoppurum frá Amman sem eru einstaklega afkastamiklar, fást í mörgum stærðum og eru ætlaðar fyrir margskonar þjöppun t.d. á jarðvegi, malbiki og hellum.

Jarðvegsþjöppur og hopparar undir ströngu gæðaeftirliti

Þessar jarðvegsþjöppur eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti. Hægt er að fá litlar þjöppur eða allt frá 54 kg upp í mun þyngri þjöppur eða 825 kg og margar stærðir þar á milli.

Jarðvegsþjappa og hoppari frá Ammann með öfluga þjöppun

Ammann jarðvegsþjappa er hönnuð til að gefa öfluga þjöppun miðað við þyngd. Hún er með góða titringsvörn sem lágmarkar titring í handföngum og með einstaklega gott vinnuviðmót.

Umhverfisvænar jarðvegsþjöppur sem geta notað HVO

Hægt er að fá jarðvegsþjöppur með dísil eða bensínvélum en dísil vélarnar geta notað umhverfisvænt HVO lífeldsneyti sem er vatnsmeðhöndluð jurtaolía sem dregur úr losun CO2 um allt að 90%.