Slípiklossar EZ T-Rex fjarlægja ofan af steingólfum

Slípiklossar EZ T-Rex eru ætlaðir til að fjarlægja efni af steingólfum. Þessir slípiklossar eru með hágæða demöntum.

EZ T-Rex slípiklossar eru fyrir gólfslípivélar og ætlaðir til að fjarlægja ýmis efni svo sem lím, epoxý, málningu ofan af steingólfum, leifar af gólfdúkum og undirbúa gólf fyrir önnur gólfefni.

EZ T-Rex slípiklossar samanstanda af fjórum mismunandi flokkum af slípiklossum og slípihringjum þ.e. T-REX SUPER, T-REX CLASSIC, T-REX DOME og T-REX RINGS sem ætlaðir eru fyrir mismunandi álag og aðstæður.

T-REX SUPER eru tilvaldir slípiklossar fyrir stærri gólfslípivélar sem hafa þann kraft sem er nauðsynlegur til að hámarka afköstin. Þessir slípiklossar hafa þann styrk sem þarf til að fjarlægja húð af yfirborði sem er allt að 3 mm þykkt.

T-REX CLASSIC  Fyrir smærri gólfslípivélar eru Classic slípiklossar frábær kostur þar sem færri hlutir á hvert verkfæri þýðir að meiri þyngd og kraftur fer í gólfið.

T-REX DOME Dome er þróað fyrir slípun á hörðum efnum eins og að fjarlægja epoxý, lím eða steypt yfirborð sem er þykkara en 3 mm. Hver slípiklossi samanstendur af einum Poly Crystalline Diamond (PCD) hluta og PCD hvelfingu sem gera þennan slípiklossa einstaklega öflugan til slípa burt þykka húð af gólfum.

T-REX RINGS  Slípihringir, þökk sé hönnuninni, geta tekist á við enn ójafnara yfirborð og þeir eru einnig búnir sérstökum skurðum til að fjarlægja ryk og hita á skilvirkan hátt og halda demöntunum hreinum og skila þannig lengri afköstum. Einfaldar og öruggar festingar með sexboltum tryggja slípun við erfiðar aðstæður.

Hlífin á sumum slípiklossunum er ætluð til að lengja endingu og ná betur að slípa efni af yfirborði gólfa. Allir slípiklossarnir eru fáanlegir í bæði A og B útgáfum.

Með SUPERPREP slípiklossum er hægt að takast á við að fjarlægja erfið efni af yfirborði gólfa. Þykkt húðar af málningu eða lími sem þarf að fjarlægja ákvarðar hvaða tól og tæki er best að nota. Gott er að ganga úr skugga um að viðunandi ryksuga sé tengd við gólfslípivélina sem notuð er til að ná sem bestum árangri.

Verkfærasería EZ T-Rex eða SUPERPREP línan frá Husqvarna tilheyrir EZ system.

Hér er hægt að finna festingar fyrir EZ T-Rex slípiklossa sem eru með EZChange tengi.

 

Tæknilegar upplýsingar
Tegund slípunar EZ    T-REX Litur Yfirborðs þykkt Yfirborð Tengi Vörunúmer Mynd
Fjarlægja efni ClassicA 3stk Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange 96598886501
Fjarlægja efni ClassicB Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange
Fjarlægja efni ClassicA Protect 3stk Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange 96598886601
Fjarlægja efni ClassicB Protect Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange
Fjarlægja efni SuperA Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange 96598886101
Fjarlægja efni

SuperB

Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange
Fjarlægja efni SuperA Protect Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange
Fjarlægja efni SuperB Protect Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð EZchange
Fjarlægja efni DomeA Protect Grænn > 3 mm Mjög hart yfirborð EZchange 96598885901
Fjarlægja efni DomeB Protect Grænn > 3 mm Mjög hart yfirborð EZchange
Fjarlægja efni Classic 160mm Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð Cross
Fjarlægja efni Super A 230mm Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð Cross 96593346006
Fjarlægja efni Super B 230 mm Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð Cross 96593346005
Fjarlægja efni Super A 270 mm Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð Cross 96593346003
Fjarlægja efni Super B 270 mm Grænn 1-3 mm Mjög hart yfirborð Cross 96593346004

 

Slípiklossar EZ T-Rex fjarlægja ofan af steingólfum

HUSQVARNA

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur