Nissen árekstrarpúði GUARDIAN

Nissen Guardian árekstrarpúði, er hreyfanlegt árekstrarkerfi fyrir aukið vinnu- og umferðaröryggi við vegaframkvæmdir.
Guardian er nýstárleg lausn frá Nissen sem uppfyllir alþjóðlega staðla og sker sig úr á margan hátt.

Við lokun á akbrautum veitir Guardian árekstrarpúðinn tvöfalda vernd fyrir starfsfólk, vegfarendur og vinnutæki. Annars vegar með frábærri lýsingu ljósaörvar og hins vegar með árekstrarpúðanum ef um aftanákeyrslu er að ræða.
Nissen Guardian árekstrarpúðinn samanstendur af stillanlegu viðvörunarskilti fyrir viðvörunarmerki eða lokunarmerki, árekstrarvörn (púða), til að taka við höggi af árekstri og tengikví fyrir festingu við farartækið (vinnutækið).

Þegar farartæki er á ferð er árekstrarkerfið dregið til baka. Við komu á framkvæmdastað er kerfið virkjað með því að árekstrarpúðinn er opnaður og viðvörunarskilti virkjuð. Engin frekari uppsetning af hálfu starfsmanna er nauðsynleg.

Hægt er að útbúa Guardian öryggispúðann með nánast öllum öryggisljósum, ljósaörvum og LED öryggisskiltum svo það henti sem allra best við mismunandi aðstæður hverju sinni.

Þessi árekstrarpúði er hágæða öryggisbúnaður.

 

Nissen árekstrarpúði GUARDIAN

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur