Merkjavagn B2 frá Nissen

Merkjavagn flokkur B2 frá Nissen fyrir vinnusvæðamerkingar.

Merkjavagnar með 550 kg burðargetu

Merkjavagnar B2 eru minni merkjavagnar með hámarks burðargetu 550 kg og eru þeir ætlaðir til að vara við framkvæmdum við almenna vegavinnu .

Merkjavagn til að vara við framkvæmdum

Merkjavagnar eru kerrur með viðvörunarljósum og skiltum sem dregnar eru af öðru ökutæki eða skildir eftir á eða við akbraut þannig að þeir vari vegfarendur tímalega við framkvæmdum sem eru í gangi.

Merkjavagn B2 í samræmi við RSA 95

Merkjavagn B2 frá Nissen er með viðvörunartöflu í samræmi við RSA 95 og ZTV-SA, stærð 2500 x 1700 mm. Merkjavagninn er með viðvörunarljósum, blikkljósum, gátskjöldum og ljósaörvum.

Merkjavagn B2 með innbyggt hleðslutæki

Merkjavagn B2 er með undirvagn og yfirbyggingu úr galvaniseruðu stáli. Merkjavagninum fylgir rafgeymir og innbyggt hleðslutæki. Þetta eru hágæða merkjavagnar sem framleiddir eru í þýskalandi.

Reglur Vegagerðar um vinnusvæðamerkingar

Vegagerð reglur um vinnusvæðamerkingar 17. útg. mars 2021. Á bls 34 má sjá reglur um merkjavagna. Vegagerðin skilgreinir gerð A sem minni og B sem stærri gerð sem er öfugt við skilgreiningu Nissen.

 

Tæknilegar upplýsingar
Merkjavagn Nissen B2
Flokkur B
Heildarlengd 4200 mm
Heildarbreidd 1700 mm
Breidd brautar 1400 mm
Hleðslusvæði (LxB) 1760 x 1000 mm
Heildarþyngd 750 - 1000 kg
Þyngd tómur vagn 400 - 450 kg
Hámarks burðargeta 350 - 550

Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar hjá Wendel í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um merkjavagna. 

 

Merkjavagn B2 frá Nissen

NISSEN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur