Ammann APF 12/40 jarðvegsþjappa og malbikunarþjappa

Jarðvegsþjappa og malbikunarþjappa APF 12/40 frá Ammann

APF 12/40 er öflug og skilvirk jarðvegsþjappa og malbikunarþjappa með Honda bensínvél sem veitir þjöppunni frábær afköst.

Þessi jarðvegsþjappa er umhverfisvæn, þökk sé framúrskarandi eldsneytisnotkun, lágmarks viðhaldsþörf og lágum hljóðstyrk.

Jarðvegsþjappa 12/40 virkar vel við margskonar aðstæður en er almennt notuð í litlum jarðvegs- og malbikunarverkefnum.

Þessar jarðvegsþjöppur og malbikunarþjöppur eru með 10 lítra vatnstank sem er stór fyrir þessa þjöppustærð en er kostur sem margir verktakar kunna að meta.

Ammann jarðvegsþjöppur og malbikunarþjöppur eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti og hannaðar til að gefa öfluga þjöppun miðað við þyngd.

Jarðvegsþjöppur frá Ammann hafa mjög góða titringsvörn sem lágmarkar titring í handföngum þjöppunnar og gefur þannig þægilegt vinnuviðmót.

Með þessari jarðvegsþjöppu er hægt að fá gúmmímottu sem nýtist við þjöppun á hellum og steinlögnum.

 

Tæknilegar upplýsingar
Jarðvegsþjappa og malbikunarþjappa APF 12/40
Þyngd 69 kg
Lengd grunnplötu 540 mm
Lengd plötu við jörð 371 mm
Þjöppunarkraftur 12 kN
Vél Honda GX 120/2.6 kW
Breidd þjöppu 400 mm

 

Ammann APF 12/40 jarðvegsþjappa og malbikunarþjappa

AMMANN

Upplýsingar framleiðanda

Heimasíða Bæklingur Myndband

 

Fleiri myndir

 

Tengdar vörur