Slitblöð og slitstál

Endingargóð og hljóðlát slitblöð og slitstál fyrir snjótennur til að rífa upp ís, klaka og harðpakkaðan snjó á vegum. Einnig slitblöð og slitstál fyrir viðkvæmt undirlag.

Slitblöð og slitstál fyrir snjótennur margar gerðir

Fjölmargar tegundir slitblaða og slitstáls t.d. með öflugum tönnum, sléttum blöðum með beinum eða beygðum endum, slitblöð með gatamynstri, gúmmíblöð og karbítblöð.

Hvaða slitstál eða slitblöð á að velja hverju sinni?

Mikilvægt er að nota rétta slitstál til að ná sem bestum árangri. Olafsfors hefur tekið saman ráðleggingar í töflu þar sem þeir mæla með notkun á ákveðnu slitstáli miðað við ástand og gerð vega.