4. júlí. 2017

Nýja HillTip HTRACK skráningarkerfið

Hilltip Oy, fjölskyldurekið fyrirtæki  sem staðsett er í Pietarsaari á vestur strönd Finnlands, taka upp þráðinn þar sem þeir hættu árið 2016.  Hilltip kynnir aftur nýja tækni fyrir létta vörubíla og pallbíla.

Hilltip Oy, leiðandi framleiðandi í snjótönnum og salt/sand dreifurum fyrir pallbíla og létta vörubíla í Evrópu, tekur skráningu gagna við saltdreifingu og snjómokstur skrefinu lengra.

Nýja Hilltip HTrackTM kerfið er samhæft öllum HillTip snjótönnum, salt/sand dreifurum og pækildreifurum, það er að segja IcestrikerTM, SprayStrikerTM og SnowStrikerTM.  Með HTrackTM skráningarkerfinu getur þú fylgst með öllum þínum Hilltip dreifingarbúnaði og snjótönnum á netinu, í tölvunni, spjaldtölvunni og/eða snjallsímanum.

„Þetta hefur verið stefnumótandi fjárfesting, þar sem markmið okkar er að koma með nýja og hagkvæma lausn fyrir verktaka og opinbera aðila í saltdreifingu og snjómokstri með pallbílum og léttum vörubílum“ segir sölustjóri Hilltip, Frank Mäenpää. „Við erum fyrstu snjótanna og salt/sand dreifara birgjarnir á markaðnum í dag sem bjóða upp á fullkomið skráningarkerfi fyrir snjótennur og dreifara í pallbílum og léttum vörubílum“.

Frank minnir einnig á,  að skylda framkvæmdaaðila til að sanna að hálkuvörn hafi farið fram,  eigi jafnt við um minni dreifara sem og stærri dreifara (4-7 m3).  „Einhverra hluta vegna,  gleymist þetta oft og viljum við bæta úr því.

HillTip HTrackTM skráir nákvæmt dreifingarhlutfall miðað við staðsetningu í g/m2 eða ml/m2, dreifi breidd, hraða, tíma, heildar magn sem dreift er  á leið auk upplýsinga um tóma akstur,  til að reikna skilvirkni leiðarinnar.  Saman með dreifaranum er einnig hægt að skrá notkun á snjótönn.  Öll gögn eru send í HTrackTM kerfið, þar sem þau eru geymd og er auðveldlega hægt að taka þau saman í daglega, vikulega eða árlega skýrslu.  Auðvelt aðgengi er að gögnunum frá tölvunni þinni, spjaldtölvunni eða snjallsímanum.

Hilltip hafa þróað skráningarbúnaðinn sjálfir.  Það þýðir að í mörgum tilvikum er hægt að aðlaga HTrackTM búnaðinn að þeim skráningarbúnaði sem fyrir er hjá viðskiptavinum ef þess gerist þörf.

Hilltip IcestrikerTM sand og salt dreifarar voru kynntir á markaðinn árið 2013.  „Við erum mjög ánægðir með að allir IcestrikerTM dreifararnir séu samhæfðir nýja HTrackTM kerfinu“.

„Vegferðin hefur verið spennandi“ segir framkvæmdastjóri Hilltip, Tom Mäenpää er hann lítur yfir farinn veg frá því fyrsti IcestrikerTM dreifarinn kom á markað og gefur loforð um að fleiri útgáfur séu væntanlegar.

Hægt er að nálgast nánari uppýsingar um vörurnar frá Hillitp á heimasíðu fyrirtækisins.